Segir að engum hafi komið til hugar að reynt yrði að eitra fyrir Spencer

Valdimar Jóhannesson fyrrverandi blaðamaður.

Það datt engum af okkur í hug að reynt yrði að eitra fyrir Robert Spencer. Þetta segir Valdimar Jóhannesson fyrrverandi blaðamaður um atburðarrásina sem átti sér stað í aðdraganda þess að fyrirlesarinn Robert Spencer veiktist eftir að honum hafði verið byrlað ólyfjan. Valdimar sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að þegar hann ásamt Spencer og Cristine Williams og fleira fólki hafi verið að fagna vel heppnuðum fyrirlestri á veitingahúsi hafi maður skyndilega komið að Spencer og sagst vera aðdáandi hans og boðið honum upp á drykk. Valdimar segir að við það boð hafi Spencer aðeins hikað og horft til öryggisvarðar sem fylgdi Spencer sem hafi gefið til kynna að það yrði í lagi að þiggja drykkinn.

Hann segir öryggisvörðinn hafa fylgt unga manninum að barnum þar sem drykkurinn var settur í glasið. Þegar þeir hafi svo komið til baka hafi annar maður komið þar að og sagst vera einnig vera aðdáandi hans og rétt út hönd en þegar Spencer hafi rétt út hönd á móti hafi maðurinn viðhaft gróft óvinveitt orðbragð í garð Spencer sem hafi brugðið. Stuttu seinna hafi Spencer farið að finna fyrir einkennunum. Valdimar telur útilokað annað en að eitrið hafi verið sett í drykkinn þó hann hafi fyrst um sinn talið að einkennin væru vegna álags “ það bara kom engum til hugar að einhver færi að byrla honum eitur“,segir Valdimar. Heyra má Valdimar lýsa atburðarrásinni nánar í þættinum í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila