Segir borgina hafa sparað sér til tjóns

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.

Slæmt ástand fasteigna Reykjavíkurborgar, þar á meðal leikskóla þar sem mygla hefur fundist er til komið vegna lélegs viðhalds fasteignanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Sveinbjörg segir að ástandið hvað leikskólanna varðar sé svo alvarlegt að grípa þurfi til aðgerða tafarlaust ” það þarf að flytja tillögu núna um leið og borgarstjórn kemur saman, þar sem þeim fjármunum sem eyrnamerktir eru til framkvæmda næsta árs verði flýtt og með aukafjárveitingu til þess að hægt sé að bjóða börnunum að mæta í leikskólana“,segir Sveinbjörg.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila