Segir ein stærstu mistök sósíaldemókrata séu að kalla andstæðinga sína rasista

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins.

Eins stærstu mistök sósíaldemókrata í Svíþjóð er að þeir kalli þá sem eru andstæðir innflytjendastefnu þeirra rasista. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Jón segir svía hafa gert mikil mistök með því að gera innflytjendastefnu frjálslyndari því þeir hafi þar með misst tökin á að gera hlutina vel “ hér áður var þess gætt að hafa stefnuna skýra, að þeir sem kæmu til landsins myndu laga sig að sænsku samfélagi, hefðu vinnu, aðgang að menntum og svo framvegis, núna hafa þeir misst algerlega tökin og ráða ekkert við ástandið, svo er það hræsnin að þeir kalla þá rasista sem benda á það þessi innflytjendastefna sé röng„,segir Jón. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila