Segir Gunnar Braga ekki hafa haft umboð til að stöðva ESB ferlið – Bankahrunið hefði ekki orðið ef Ísland hefði verið í Evrópusambandinu

Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskipta og bankamálaráðherra

Það er eitt brýnasta verkefnið nú að klára aðildarviðræður að Evrópusambandinu enda er umsókin enn í fullu gildi. Þetta sagði Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskipta og bankamálaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Björgvin segir að þegar Gunnar Bragi Sveinsson þáverandi utanríkisráðherra hafi sent bréf til Brussel þess efnis að Ísland myndi slíta aðildarviðræðum hafi bréfið ekki haft neitt gildi og að Gunnar Bragi hafi ekki haft neitt umboð til þess að slíta viðræðunum. Hann segir að rétt eins og þegar ákveðið sé að ganga til aðildarviðræðna þurfi umboð þingsins til þess að slíta viðræðum á sama hátt.

Hann segir mjög brýnt að Ísland gangi inn í Evrópusambandi, meðal annars til þess að geta átt möguleika á að taka upp evru, því að krónan sé einn stærsti orsakavaldur hrunsins

vegna þess að það myndaðist misvægi á milli krónunar og bankakerfisins og því fór sem fór„.

Þá segist Björgvin sannfærður um að bankarunið hefði aldrei komið til ef Ísland hefði verið innan Evrópusambandsins því þá hefði Íslenska hagkerfið þurft að fara að reglum Evrópskra seðlabanka.

Þá rifjaði Björgvin upp í viðtalinu þegar Seðlabankinn lánaði gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar til Kaupþings og segir Björgin að hann hafi ekki verið spurður álits áður en til lánveitingarinnar kom, þrátt fyrir að hann hefði þá verið viðskipta og bankamálaráðherra

það var ekkert leitað til annara í ríkisstjórninni heldur, en þarna sjáum við hvar völdin lágu„+

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila