Segir mæður vanrækja börnin – Þær hanga bara í símanum og vilja að stofnanir ali upp börnin

Viðar Guðjohnsen athafnamaður

Óuppalin börn eru skaðleg fyrir samfélagið og ábyrgð mæðra á uppeldinu er mjög ábótavant. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Viðars Guðjohnsen athafnamanns í símatímanum í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Viðar sem þekktur er fyrir umdeildar skoðanir sínar gagnvart hlutverki kvenna segir að konur verði að taka ábyrgð og segir að komið hafi í ljós að eftir að konur fóru út að vinna hafi staða barna versnað og bendir á að stór hluti drengja geti ekki lesið sér til gagns

þær hlaða bara niður börnum og eru svo bara í símanum og ætlast til þess að stofnanir ali upp börnin á kostnað annara„,segir Viðar.

Þá segir Viðar að það virðist aldrei mega gagnrýna konur en alltaf megi gagnrýna karlmenn og láta spjótin beinast að þeim. Í þættinum var opnað fyrir símann og gátu þeir hlustendur sem vildu rætt við Viðar um skoðanir hans og voru nánast allar þær konur sem hringdu inn ósammála skoðunum hans.

Þó voru tvær konur sem hringdu inn sammála viðhorfum hans að nokkru leyti og benti önnur þeirra á að í nýlegri sjónvarpsauglýsingu um fjarnám sé meðal annars sýnd móðir sem sé sitt á hvað annað hvort í símanum eða tölvunni á meðan barn sést í sömu auglýsingu og virðist vanrækt. Aðrar konur sem hringdu inn oru furðu lostnar yfir skoðunum Viðars og sögðu þær afar forneskjulegar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila