Segir Reykjavíkurborg útvega og afhenda langt leiddum sprautufíklum fíkniefni

Baldur Borgþórsson varaborgarfulltrúi Miðflokksins

Reykjavíkurborg hefur í nokkurn tíma útvegað og afhent langt leiddum fíklum lyfseðilskyld lyf, en lyfin fá fíklarnir afhent í Gistiskýlinu sem er úrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Baldurs Borgþórssonar varaborgarfulltrúa Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.


Baldur segir framferði Reykjavíkurborgar sæta furðu og krefst þess að málið verði rannsakað, enda sé athæfið ólöglegt

það þarf að rannsaka hver hjá borginni biður um þessi lyf, hvaðan þau eru fengin, með hvaða hætti og hver sé að afhenda þessi lyf“,segir Baldur.

Þá bendir Baldur á að klósettum Gistiskýlisins hafi verið breytt í neyslurými, neyslurými þar sem óhætt sé að segja að hreinlæti sé ekki upp á marga fiska en sjá má myndir af rýminu neðar í fréttinni.

Neyslurýmið hafi verið sett upp fyrir fíkla án nokkurrar heimildar og raunin sé sú að starfsfólk gistiskýlisins sé þvingað með þessum hætti að brjóta lög, meðal annars afhenda lyfseðilskyld lyf sem fyrr segir, auk búnaðar til fíkniefnaneyslu

Það hefur reyndar gengið svo langt að uppi á vegg í rýminu hafa verið settar upp leiðbeiningar hvernig eigi að bera sig að við að sprauta þessum lyfjum í handlegginn á sér“.

Þá bendir Baldur á að fíkniefnaneytendur hafi beitt hótunum til þess að fá stærri skammta í gistiskýlinu

þeir hafa til dæmis hótað því að dreifa blóðugum sprautunálum á leikvelli í borginni“.


Neyslurými leysa engan vanda 


Baldur sem unnið hefur sem sjálfboðaliði við að hjálpa langt leiddum fíklum segir að neyslurými leysi engan vanda, heldur eigi að setja mun meiri fjármuni í að koma fíklum í meðferð því þeir vilji fá hjálp

þú hittir ekki langt leiddan fíkil sem vill vera í þeirri aðstöðu, þeir vilja fara í meðferð og verða góðir og gildir þjóðfélagsþegnar en ekki deyja vegna fíknarinnar, það er líka skynsamlegasta leiðin að hjálpa þeim að öðlast betra líf, við getum aldrei hjálpað öllum, það er alveg vitað en það að geta hjálpað einum af hverjum tíu, eða bara einum er mjög mikilvægt“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Í Gistiskýlinu má sjá þessar leiðbeiningar hangandi upp á vegg.


Hér að neðan má sjá aðstöðuna sem nýtt er sem neyslurými

Athugasemdir

athugasemdir

Deila