Segir sóttvarnaraðgerðir ekki í takti við tilefnið – Aðgerðirnar harðari en áður þegar enginn hafði verið bólusettur

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Þær sóttvarnaraðgerðir sem nú gilda eru ekki í samræmi við tilefnið, í það minnsta ef horft er til fyrri aðgerða og aðstæðna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Brynjar segir að ummæli Kára Stefánssonar í Kastljósi í gær um að úrskurður dómstóla um hótelsóttkví væri rangur vera alrangt, og bendir á að ábyrgðin liggi ekki hjá dómstólum heldur ráðherra. Bendir Brynjar á að það sé ráðherra sem setji reglugerðina og því liggi ábyrgðin þar. Hann gagnrýni þó ekki ráðherra fyrir reglugerðina sem slíka, hún sé byggð á gögnum sem ráðherra fá í hendur áður en tekin er ákvörðun um hvernig reglugerðin skuli vera.

Hann segir að þær aðgerðir sem nú gildi séu ekki í neinum takti við fyrri aðgerðir þegar horft er til tilefnisins. Brynjar bendir á að aðgerðirnar nú séu mun harðari en áður og á þeim tíma hafi þó enginn verið bólusettur.

það sér það hver maður að það einfaldlega gengur ekki upp og það er mín skoðun að þessar hörðu aðgerðir séu út úr öllu korti„,segir Brynjar.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila