Segir Steingrím Joð vera að breyta þinginu í sirkus í eigin þágu

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.

Steingrímur Joð forseti Alþingis er að breyta þinginu í sirkus í eigin þágu. Þetta kom fram í máli Gunnars Braga Sveinssonar þingmanns Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Gunnar segir að sú ákvörðun að taka sæti á ný á þingi á þessum tímapunkti ráðist af því að Steingrímur hafi ákveðið að hefja umfjöllun um Klaustursmálið á þinginu “ og við verðum þá bara að mæta til að geta borið hönd yfir höfuð okkar fyrst hann ákveður að efna til þessara pólitísku réttarhalda„.

Telja að upptökur úr myndavélum varpi ljósi á að um skipulagðan verknað var að ræða

Gunnar Bragi segir það skrítið að upptökum úr myndavélum Alþingis sem sérstaklega var beðið um að yrðu varðveittar hafi verið eytt “ manni fyndist eðilegt að opinber stofnun eins og Alþingi sem er ekki venjulegur vinnustaður, þetta er löggjafarsamkundan geymd slíkar upptökur í langan tíma, upptökurnar af þessum bar þar sem var njósnað um okkur og hlerað þær eru til og þær eru geymdar, þessar síma upptökur eru engin tilviljun og við vonumst til þess að myndupptökurnar geti varpað einhverju ljósi á það, að þetta hafi verið skipulagt enda hefur sá sem tók þessa upp verið svolítið margsaga um það hvers vegna viðkomandi fór þarna og hvað hann var að gera áður og svo framvegis, um það snýst þessi málshöfun og það sem er í ferli hjá Persónuvernd, við vlijum bara fá þetta á hreint„, segir Gunnar. Þá segir Gunnar að hann vilji að öllum steinum verði velt við og opna allt sem gæti varpað ljósi á atburðarrásina. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila