Segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hafa fullyrt að reglugerð um sóttkví ætti sér stoð í lögum

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fullyrti að reglugerð um sóttkví sem nú hefur verið dæmt ólögmæt ætti sér stoð í lögum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar og formanns Velferðarnefndar Alþingis í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Helga Vala segir að fyllyrðingar heilbrigðisráðherra hafi komið fram þegar reglugerðin var kynnt á þingi, en þá hafði Helga Vala innt ráðherra eftir því hvort reglugerðin stæðist lög, enda hafi mörg atriði hennar verið þess eðlis að hún hafi talið vafa á rétmæti hennar

ég spurði hana hvort reglugerðin stæðist lög og hún kom í pontu og sagði bara já, svo mörg voru þau orð“, segir Helga.

Þá segir Helga að það skjóti skökku við að efinn komi upp núna enda sé ekki hægt að kenna því um að ekki hafi gefist tími til þess að vinna málið betur. til dæmis hafi tvö atriði verið tekin út úr frumvarpinu eftir Jólaleyfi þar sem þau þóttu ganga of langt, þau atriði sem um er að ræða er útgöngubann og skyldubólusetningu.

Þá sé ýmislegt ólag á því hvernig sóttvarnamálum sé háttað hér á landi almennt, til dæmis eru þær afar misvísandi, sem dæmi eru afar strangar reglur gildi um skólastarf hafi ráðherra á sama tíma slakað mikið á takmörkunum á landamærunum.

Almenningur og fjölmiðlar sýna af sér meðvirkni

Helga Vala segir að hér megi greina í samfélaginu ákveðna meðvirkni gagnvart stjórnvöldum og svo virðist að ekki megi gagnrýna stjórnvöld því þá bregðist menn afar illa við þeirri gagrýni. Bendir Helga á að fyrir skömmu hafi Svandís Svavarsdóttir gagnrýnna spurninga og það eitt hafi orðið tilefni bréfaskrifa annars þingmanns m málið þar sem hann hafi kallað gagnrýnina á ráðherran árásir á ráðherra sem hefði verið á þeim tíma í erfiðri stöðu vegna persónulegra mála.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila