Segir vissa flokka eigna sér dómskerfið til þess að verja kvótagreifana

Gunnar Smári Egilsson oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavíkurkjördæmi norður

Vissir flokkar, eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafa og vilja áfram ríghalda í Dómsmálaráðuneytið í þeim tilgangi að geta varið kvótagreifana. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Smára Egilssonar oddvita Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Gunnar segir að þetta sé gott dæmi um hvernig auðvaldið stýri Íslandi og veltir því fyrir sér hvort ekki þurfi hreinlega setja á fót nýjan Hæstarétt. Hann segir dómskerfið á Íslandi vera fullt af handvöldum dómurum Sjálfstæðisflokksins og tilgangurinn sé sá að verja yfirráð sægreifa á fiskveiðiauðlind þjóðarinnar.

Hann segir Sjálfstæðisflokkinn leggja mesta áherslu á að vera við völd í Dómsmálaráðuneytinu

og það er ekki til þess að geta stjórnað lögreglunni heldur til þess að stjórna því hverjir verði dómarar á Íslandio og tryggja það að í Hæstarétti sé meirihluti fyrir því að litið sé svo á að úthlutun kvótans hingað til, hafi skapað eignarrétt hjá sægreifunum og þess vegna megi þjóðin sem á auðlindina ekki taka það af þessum tólf sem hafa náð henni undir sig“ segir Gunnar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila