Segja fjármál Flokks fólksins ekki vafasöm á nokkurn hátt

Stjórn Flokks fólksins hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um fjármál flokksins, auk þess sem ársreikningar flokksins hafi verið lagðir fyrir aðalstjórn, kjörna skoðunarmenn, fjármála og efnahagsnefnd, framkvæmdastjórn og landsfund flokksins. Þá segir í yfirlýsingunni að að öll fjármál flokksins hafi eins og lög geri ráð fyrir verið lögð fyrir endurskoðanda og Ríkisendurskoðun árlega “ Í þessu stranga eftirlitsferli allra hlutaðeigandi og ofangreindra aðila hafa aldrei komið fram athugasemdir sem gefa í skyn að fjármál Flokks fólksins séu vafasöm á nokkurn hátt“. Þá ítrekar flokkurinn í yfirlýsingunni þá afstöðu sína að fyrrverandi þingmenn flokksins, þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson eigi að axla ábyrgð vegna Klaustursmálsins og segja af sér þingmennsku.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila