Segja framgöngu Samkeppniseftirlitsins dæmalausa aðför að upplýstri umræðu

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands hafa sent frá sér athugasemdir vegna greinar sem birt var á vef Samkeppniseftirlitsins þar sem því var haldið fram að hagsmunasamtök mættu ekki taka þátt í umræðum um verðlag, en greinin féll vægast sagt í grýttan jarðveg hjá SA og VÍ. Í Greins Samkeppniseftirlitsins segir meðal annars:

Ákvæði samkeppnislaga setja hagsmunasamtökum skorður í hagsmunagæslu sinni og verða samtök fyrirtækja því að fara afar gætilega þegar kemur að umræðu og fræðslu sem getur haft áhrif á markaðshegðun félagsmanna. Öll þátttaka í umræðu um verð og verðlagningu er sérstaklega varhugaverð og ætti ekki að eiga sér stað á vettvangi hagsmunasamtaka

Í athugasemdum Viðskiptaráðs og SA segir meðal annars:

Meginhlutverk hagsmunasamtaka fyrirtækja er að standa vörð um hagsmuni íslensks atvinnulífs. Slík samtök gæta þess í hvívetna að fylgja lögum og reglum. Í umræðu út á við er eðlilegt að þau ræði ýmis mál er tengjast félagsmönnum sínum og íslensku atvinnulífi í heild. Þar má til dæmis nefna umræðu sem snýr að launakjörum, kvöðum stjórnvalda á borð við gjöld og leyfisveitingar, hrávöruverði og fleiri atriðum sem öll geta haft áhrif á almennt verðlag. Að benda á þá staðreynd að þróun varðandi fyrrgreind atriði geti leitt til verðhækkana felur hvorki í sér brot á samkeppnislögum né hvetur það til þeirra. Í raun er óumflýjanlegt að hagsmunasamtök fyrirtækja láti sig verðlag í landinu varða þegar ýmsar kvaðir sem stjórnvöld setja hafa áhrif á verðlag á þeim vörum og þjónustu sem félagsmenn þeirra bjóða upp á. „

Þá hafna samtökin að þeim séu settar skorður við að taka þátt ú umræðunni:

Engin ákvæði samkeppnislaga banna samtökum fyrirtækja þátttöku í opinberri umræðu. Það er mat SA og VÍ að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt. Hversu langt má ganga? Hverjir mega tjá sig? Verða settar skorður á Seðlabankann að tjá sig um verðlag í landinu? Eða greiningaraðila, t.d. innan viðskiptabankanna? Mega hagsmunasamtök fyrirtækja tjá sig um vaxtahækkanir?

Lesa má athugasemdirnar í heild með því að smella hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila