Segja meirihlutann í borginni hafa skilað auðu í viðspyrnunni gegn áhrifum Covid19

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja meirihlutann hafa ákveðið að sitja hjá í stað þess að framkvæma í viðspyrnuaðgerðum gegn áhrifum Covid-19 með því að fella tillögur sjálfstæðismanna. Þetta kemur fram sameignlegri fréttatilkynningu borgarfulltrúanna.

Fram kemur að borgarfulltrúarnir hafi lagt til að Reykjavíkurborg réðist í aðgerðir í fimm liðum til viðspyrnu vegna heimsfaraldurs COVID -19. Aðgerðunum var hafnað en markmið þeirra var að verja störf og útsvarsstofn borgarinnar og aðstoða þá borgarbúa sem eigi í vanda.

Aðgerðirnar gerðu ráð fyrir að borgarstjórn samþykkti að fresta greiðslum fasteignagjalda í ferðaþjónustu með útgáfu skuldabréfa, að borgin gefi öllum Íslendingum Borgargjöf sem ætlað er að vera viðnámsstyrkur til rekstraraðila í Reykjavík í gegnum erfiðan vetur. Einnig að ráðist yrði í markvissar aðgerðir til stuðnings húsnæðisuppbyggingu og byggingaiðnaði í Reykjavík, sem taka mið af helstu úrbótatillögur OECD sem snúa að lækkun opinberra gjalda á borð við gatnagerðargjöld og endurskoðun ferla vegna lóðaúthlutana. 

Þá samkvæmt tillögunum að koma upp sérstöku ráðgjafartorgi fyrir fólk í vanda. Félög háskólastúdenta yrðu virkjuð í því skyni. Háskólanemar á sínum sérsviðum yrðu tímabundið fengnir til að sinna hinni ýmsu ráðgjöf undir handleiðslu sérfræðinga, á sviði fjármála, lögfræði, félags- og sálfræði. Loks var lagt til að tryggja aðgang grunnskólabarna að matarþjónustu í skólum borgarinnar þrátt fyrir skert skólahald.

Fimm tillögur um viðspyrnu vegna COVID-19 sem liggja fyrir þessum borgarstjórnarfundi eru mikilvægar fyrir rekstraraðila í vanda og einstaklinga sem þurfa á stuðningi að halda. Það er köld kveðja til þessara aðila sem send er úr Ráðhúsinu í dag,“ lét Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins bóka í borgarstjórn. 

Meirihluti borgarstjórnar hafnar því að taka jákvætt í erindi Samtaka ferðaþjónustunnar um að lengja í greiðslum vegna fasteignagjalda. Þá neitar hann því að taka þátt í ferðagjöfinni með borgargjöf sem myndi styrkja rekstraraðila um meira en 300 milljónir í gegnum erfiðan vetur. Ég bendi á að samstaða var um þetta mál á Alþingi og enginn greiddi atkvæði á móti því. Hér er brugðist öðruvísi við,“ sagði Eyþór enn fremur í bókun Sjálfstæðisflokks við málið og bætti við:

Þessi meirihluti hafnar því enn fremur að lækka álögur á húsnæði eins og OECD hefur lagt til. Hann samþykkir ekki ráðgjafatorg fyrir fólk í vanda sem þó er ljóst að þörf er fyrir. Og hann telur óþarft að tryggja skólabörnum mat eins og lagt er til í tillögunni. Nú er þörf að styrkja og styðja við atvinnulíf og verja þannig afkomu borgarbúa á erfiðum tímum. Með því að hafna tillögunum er meirihlutinn að skila auðu í þeirri viðspyrnu sem nauðsynleg er.“

Athugasemdir

athugasemdir

Deila