Segja opinbera aðila fara fram með hræðsluáróðri gegn óverðtryggðum lánum

Það skýtur skökku við varaseðlabankastjóri og Mannvirkjastofnun fari fram með hræðsluáróður  um óverðtryggð lán á meðan verðtryggð lán hafi viðgengist með tilheyrandi hækkunum í takt við verðbólgu án þess að hafa verið gagnrýnd af hálfu opinberra aðila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Í tilkynningunni segir að 

það veki athygli að aldrei nokkurn tímann hafi opinber stofnun varað við því að snörp hækkun verðbólgu geti svipt lántakendur verðtryggðra lána öllu eigin fé í húsnæði sínu með óafturkræfum hætti, líkt og gerðist í bankahruninu. „

Þá segja samtökin að það veki einnig athygli að „

þrátt fyrir þessar áhyggjur af neytendum hafi sömu opinberu aðilar látið það algjörlega átölulaust að lækkun stýrivaxta skili sér ekki að fullu til lántakenda. Þeir hafi t.d. á undanförnum mánuðum ekkert skipt sér af því að vextir íbúðalána hjá bönkunum hafi lækkað um aðeins 42% þó að stýrivextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað um 78%. Hér er um að ræða vaxtamun og upphæðir sem íslensk heimili munar verulega um bæði til lengri og skemmri tíma. „

Samtökin segja að gagnrýnin á óverðtryggðu lánin og gagnrýnisleysið á verðtryggðu lánin ljóstri upp hug yfirvalda í garð neytenda

Það að opinberir aðilar hafi ekki lýst áhyggjum sínum yfir því að lækkun vaxta sé ekki að skila sér til neytenda dregur því miður mjög úr trúverðugleika þess að hagsmunir neytenda séu þeim efst í huga þegar yfirlýsingagleði undanfarinna daga er skoðuð.“

Neytendur, heimilin í landinu, mega aldrei gleyma því að verðtryggingin hefur í áratugi verið helsta mjólkurkýr fjármálakerfisins á Íslandi. Hún étur ekki aðeins af launaútborgun okkar um hver mánaðamót, heldur étur hún líka eignarhluta okkar í heimilunum sem við leggjum svo mikið á okkur til að eignast.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila