Sérfræðingur Hvíta hússins: ”Lífshættulegt að treysta á alþjóðavæðinguna”

Peter Navarro þjóðhagfræðingurinn

Kórónaveiran sýnir hversu hættulegt það er að treysta á alþjóðavæðinguna og viðskiptaleiðir hennar. 50 lönd hafa þegar stöðvað vöruútflutning til umheimsins. Bandaríski þjóðhagfræðingurinn Peter Navarro segir að þjóðarefnahagsstefna Trumps hafi verið rétt allan tímann. Viðskiptasamningar við Kína undanfarin ár hafa gert Bandaríkin háð 97% allra fúkkalyfja og 80% efna sem notað er við lyfjaframleiðslu í Bandaríkjunum.


”Kreppan núna sýnir hversu ofurháð við erum orðin alþjóða flutningum. Það varðar t.d. lyf, öryggisbúnað og læknatæki. Núna hafa um 50 lönd sett útflutningsbann til annarra landa. Það skiptir engu máli hversu marga viðskiptasamninga eða bandalög maður hefur eða hversu mörg símtöl maður hringir. Þegar allt kemur til alls, þá er hættan sú, að landið fái ekki þær nauðsynjar sem vantar.”


Stefna Trumps að byggja upp sjálfstæðan efnahag Bandaríkjanna með eigin framleiðslu nauðsynjavara er sú rétta og þegar kórónukreppunni lýkur verður þessi þjóðlega stefna grundmúruð til að verða áfram. Þá munu Bandaríkin aldrei aftur verða án lífsmikilvægra lyfja og tækja.


”Lykillinn er að hafa háþróaða framleiðslu á bandarískri jörð, þannig getum við sleppt öðrum löndum og komist hjá að keppa við láglaunaverksmiðjur og gríðarlegar niðurgreiðslur framandi ríkja sem ráðast af krafti á iðnaðargrundöll okkar. Við munum aldrei aftur treysta öðrum löndum fyrir lyfjum og öðrum lífsmikilvægum vörum” segir Peter Navarro. 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila