Setja upp óperu um ævi og störf frú Vigdísar Finnbogadóttur

Alexandra Chernyshova höfundar tónlistar í óperunni Frú forseti og Íris Sveinsdóttir óperusöngvari

Þann 23.október næstkomandi kl.20:00 verður merkileg ópera flutt í Grafarvogskirkju en óperan er byggð á ævi og störfum frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Í síðdegisútvarpinu í dag ræddi Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri við þær Alexöndru Chernyshovu höfundar tónlistar verksins og Írisi Sveinsdóttur óperusöngkonu um uppsetningu sýningarinnar.

Eins og fyrr segir er sýningin byggð á ævi og störfum Vigdísar Finnbogadóttur. Óperan er í þremur þáttum, samin fyrir 11 einsöngvara, kóra og óperuhljómsveit. Tónverkið er samið til þess að gefa konum og körlum innblástur og segja sögu þessa merkilega konu og atburði sem gerði Vigdísi Finnbogadóttur að fyrsta kvenforsetanum í heiminum. Þeir sem vilja nálgast miða geta smellt hér.

Meðal þeirra sem koma fram eru:

Karlakór Grafarvogskirkju, kórstjóri ÍRIS ERLINGSDÓTTIR
Kvennakór Suðurnesja, kórstjóri DAGNÝ JÓNSDÓTTIR
( einsöngur í kvennakór – Linda Pálina Sigurðardóttir, sópran )

Hljómsveitarstjóri – GARÐAR CORTES
22 manna hljómsveit
Konsertmeistari – GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR
Æfingarstjóri – EINAR BJARTUR EGILSSON

Hér að neðan má sjá kynningarmyndband um viðburðinn

Deila