Sex bílar eyðilagðir í bílaeldum í Malmö á laugardaginn

Aukin áhætta er að eiga bíl í Svíþjóð miðað við allar bílaíkveikjurnar sem komið hafa á síðari tímum og virðast iðkaðar sem nokkurs konar sport. Bílaeigendur verða leiðir, líka þeir sem eiga heila bíla, því tryggingariðgjöldin hækka vegna brunanna.

Lögreglan í Malmö segir frá því í einfaldri tilkynningu, að hún hafi verið kölluð aðfararnótt laugardagsins til hverfisins Fosie í Malmö, þar sem fleiri bílar brunnu glatt. Sex bílar eyðilögðust alveg og sjá sjötti skemmdist samkvæmt tilkynningu lögreglunnar.

Evalina Olsson fulltrúi lögreglunnar á svæðinu voru eldarnir slökktir á um klukkutíma. „Við fengum kallið um 01.00 og lukum störfum á staðnum um 02.00″ segir hún í viðtali við Nyheter idag.

Búið er að tilkynna tjónið til tryggingafélaganna en enginn hefur verið handtekinn.

26 bílar eyðilagðir í bílaíkveikjum í byrjun mars

Í byrjun mars var kveikt í bílum á þremur stöðum í Svíþjóð, í Mullsjö, Linköping og Borlänge og þurfti að rýma íbúðir í Borlänge þar sem bílskúrar voru fasttengdir íbúðarhúsnæði. Þar brunnu um 15 bílar, 5 vörubílar í Linköping og 5-6 bílar eyðulögðust í Mullsjö.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila