Stóru leigufélögin eru húsnæðisvandinn

Gunnar Smári Egilsson

Það að stór leigufélög fari á hausinn veldur ekki húsnæðisvandanum, heldur eru stóru leigufélögin í raun sjálfur húsnæðisvandinn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Smára Egilssonar fjölmiðlamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Gunnar bendir á að hægt væri til dæmis að fara sömu leið og farin var í Berlín til þess að taka á hárri leigu en þar var sett þak á leiguverð

þá koma stóru leigufélögin og kvarta yfir að þau geti ekki rekið sig á þessu verði og þá svöruðu borgaryfirvöld að þá gætu yfirvöld þjóðnýtt félögin, það veldur nefnilega ekki húsnæðisvanda að stóru leigufélögin fari á hausinn, heldur eru stóru leigufélögin húsnæðisvandinn, félög sem okra á leigjendum eins og gert hefur verið„,segir Gunnar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila