Skattpeningum vel varið þegar þeir eru notaðir í að moka ofan í skurði

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri grænna

Skattpeningunum er sannarlega vel varið þegar þeir eru notaðir í það að moka ofan í skurði sem grafnir voru á kostnað skattborgara á sínum tíma, því það þjónar vel loftslaginu.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ara Trausta Guðmundssonar þingmanns Vinstri grænna og varaformanns umhverfis og samgöngunefndar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur í dag. Ari segir að ekki megi líta á mýrar sem ónothæft land

því þær eru ákveðin verðmæti líka, hvað varðar til dæmis grunnvatn, dýralíf og þar má kannski sérstaklega nefna fuglalífið sem nýtur góðs af þeim„,segir Ari.

Hann segir að aðrar aðgerðir til dæmis ívilnanir til þeirra sem kaupa rafbíla megi ekki horfa á sem gulrót fyrir efri lög samfélagsins

það verður auðvitað þannig að við verðum að mæta tekjufalli ríkisins sem verður vegna þeirra sem aka um á rafbílum og fá felld niður ýmis gjöld, við ætlum að setja skatta á rafbíla, það verður niðurstaðan, ívilnanirnar verða ekki út í hið óendanlega„,segir Ari.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila