Ríkisstjórnin er ríkisstjórn uppgjafar og uppsagna

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins

Samráðsleysi, uppgjöf og uppsagnir er það sem einna helst einkennir þá ríkisstjórn sem nú er við völd. Þetta kom fram í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar og Þorsteins Sæmundssonar þingmanns Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en óhætt er að segja að þeir félagar séu afar ósáttir við störf ríkisstjórnarinnar. Ágúst Ólafur segir ríkisstjórnina í raun orðna pólitískt gjaldþrota

það má nefna að 75% þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur farið í er að setja fólk á atvinnuleysisbætur í stað þess að koma efnahagslífinu af stað, hvar er eiginlega metnaðurinn, hvar er viðspyrnan?, af hverju er ekki talað við hina flokkana á þingi og þeir hafðir með í ráðum“ spyr Ágúst.

Þorsteinn segir að helsta einkenni ríkisstjórnarinnar í þeim aðgerðum sem farið hefur verið í sé samráðsleysi

það er ekki talað við nokkurn mann og ekkert reynt að hafa samráð við neinn, það er bara allt í einu boðað til blaðamannafunda og þar fyrst fá hinir flokkarnir að vita um aðgerðir sem á að fara í, svo gerist það að menn fá nóg af samráðsleysinu og benda á það í fjölmiðlum og þá verður allt vitlaust„,segir Þorsteinn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila