Sigmundur Davíð og oddvitar Miðflokksins bjóða til fundar í kvöld um skipulagsmálin í borginni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og oddvitar framboða flokksins á höfuðborgarsvæðinu bjóða borgarbúum til fundar um skipulagsmálin í borginni á Grand hóteli í kvöld kl.21:00. Í upphafi fundar mun Geir Ólafsson frambjóðandi flokksins bjóða viðstöddum upp á söngatriði.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson – skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu
Ómar Már Jónsson, Reykjavík – Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni
Sveinn Óskar Sigurðsson, Mosfellsbæ – Borgarlínan
Karen Elísabet Halldórsdóttir, Kópavogi – Strætó
Sigurður Þ. Ragnarsson, Hafnarfirði – Umferðarþungi í Hafnarfirði. Reykjanesbraut í stokk?
Lárus Guðmundsson, Garðabæ – Ljósastýringar

Fundarstjóri: Vigdís Hauksdóttir

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila