Símatíminn: Alvarlegt þegar frambjóðendur eru níddir niður

Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum yfir í Sjálfstæðisflokkinn endurspeglar ákveðið agavandamál innan flokkanna þar sem flokksfélagar sumir hverjir níða niður þá sem verma efstu sæti listanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í spjalli Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í dag en þar ræddu þau brotthvarf Birgis og þær ástæður sem að baki liggja ákvörðunar hans.

Fram kom í máli Arnþrúðar að þetta varpi ljósi að þegar prófkjör og uppstillingar fari fram þá séu innan flokkana einstaklingar sem séu tilbúnir að setja fram lygasögur um viðkomandi til þess eins að koma á hann höggi. Af þessu leiðir að einstaklingar sem verði fyrir slíku geti ekki hugsað sér að starfa við hlið þeirra sem hafi farið með þessum hætti gegn þeim.

Birgir greindi frá því í grein í Morgunblaðinu að honum hafi verið ljóst að við uppröðun framboðslista hafi byrjað skipulögð aðför að honum af hálfu áhrifafólks innan flokksins, mikið hafi verið á sig lagt, nýjar reglur settar og ýmsum brögðum beitt til þess að koma í veg fyrir að hann yrði oddviti í suðurkjördæmi. Birgir hefur þó sérstaklega tekið fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Flokksins eigi þar ekki hlut að máli.

Arnþrúður benti á að Birgir væri alls ekki eina dæmið um þetta því þetta hafi viðgengist í áraraðir alveg þvert á flokka og að í þessum kosningum hafi Birgir heldur ekki verið sá eini innan miðflokksins sem koma átti höggi á, meðal annars hafi ákveðin hópur innan Miðflokksins hafi ætlað sér að koma lygasögum af stað um Ólaf Ísleifsson hefði hann verið settur í oddvitasæti síns kjördæmis.

Hlusta má á spjallið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila