Símatíminn: Er forseti Íslands kominn í samkeppni við fjölmiðla um auglýsingafé?

Það sætir furðu að forseti Íslands stjórni þætti á Stöð tvö rétt fyrir kosningar og það bætir gráu ofan á svart að hann virðist vera kominn í beina samkeppni við fjölmiðla um auglýsingafé í átakinu Ferðumst innanlands. Þetta kom fram í máli Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í morgun þar sem rætt var um þátt á Stöð tvö þar sem enginn annar en Guðni Th. forseti Íslands var við stjórnvölinn.

Arnþrúður benti á að á fjölmiðlum gildi ákveðnar óskrifaðar reglur um að þeir sem séu í framboði til trúnaðarstarfa fyrir þjóðina séu ekki að koma fram sem þáttastjórnendur svo skömmu fyrir kjördag.

ég man vel eftir því þegar ég starfaði á RÚV var fyrirkomulagið á þann hátt að sá sem vann hjá RÚV og fór í framboð varð að taka sér leyfi og mátti ekki koma fram þrjá mánuði fram að kjördegi, hvað þá einum mánuði„,sagði Arnþrúður.

Þá benti Arnþrúður á að svo virðist sem forsetinn væri kominn í beina samkeppni um auglýsingafé fjölmiðla 

hann var þarna að ræða um átakið Ferðumst innanlands og þá liggur beinast við að hann sé kominn í samkeppni við fjölmiðla um auglýsingafé sem ætlað er að fari í þetta átak. Ég ætlaði ekki að trúa þessu, en auðvitað eiga menn ekki að taka að sér hlutverk þáttastjórnanda þegar þeir eru í kosningabaráttu.Hér á Útvarpi Sögu er þessari reglu fylgt og þegar ég frétti af framboði Guðmundar Franklíns sem var lengi í heimsmálunum með okkur, hætti hann þegar í stað sem fréttaskýrandi.  þetta er regla sem fjölmiðlar hafa fylgt hingað til„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila