Símatíminn: Er framtíðarsýnin leiguþrælar í úthverfum sem þeysast um eignarlausir í Borgarlínunni?

Það er ómögulegt að horfa upp á lánin rjúka upp hjá fólki sem í góðri trú tók blönduð lán og keypti sér húsnæði og svakalegt að sjá hvernig farið er með unga fólkið í húsnæðismálum og þeim sé ekki mætt á miðri leið. Þetta var meðal þess sem fram kom í spjalli Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í morgun þar sem þau ræddu verðbólguna og ástandið á húsnæðismarkaði.

Áherslan er á leiguhúnæði í stað þess að gera ungu fólki kleift að kaupa

Arnþrúður sagði það athyglisvert að heyra yfirlýsingar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um að 40% þess íbúðarhúsnæðis sem nú væri verið að byggja yrði leiguhúsnæði.

„ég segi nú bara, fyrir hverja? er það framtíðarsýnin að búa til leiguþræla sem eiga að vera einhversstaðar í úthverfum og rússa um í Borgarlínu eignalausir, er það þetta sem er? eða eru það útlendingarnir sem eru að koma hérna í stórum stíl sem eiga að fá þessar íbúðir og ríkið látið raunverulega borga?, af hverju miða þeir að því að þetta sé leiguhúsnæði í stað þess að leggja upp með það að ungt fólk geti einmitt keypt sitt fyrsta húsnæði og beina því að bönkunum að fólk komist í gegnum greiðslumat með því að lækka þann þröskuld“ segir Arnþrúður.

Frelsi í stað takmarkana

Pétur sagði að það myndi létta undir að gefa bönkunum frelsi til þess að semja við ungt fólk sem vill kaupa sína fyrstu eign í stað þess að takmarka möguleikana á því að fólk geti keypt.

„bankarnir kannski treysta ungu fólki sem er komið á góð laun og er að koma undir sig fótunum, bankinn getur alveg fylgst með stöðu þessa fólks, það er engin ástæða til þess að miða þetta við 85% hlutfall“

Allt spurning um getu ríkisstjórnar


Þá benti Arnþrúður á að hér hafi sprottið upp svoköllð óhagnaðardrifin leigufélög sem vilji byggja.

„þá er einmitt ástæða til þess að spyrja aftur fyrir hverja það húsnæði sé, við getum gert miklu betur en þetta er alltaf spurning um getu ríkisstjórnar hvers tíma, hvort þau hafi getu til þess að framkvæma, gera slíka hluti og ganga í verkin, það koma fyrirsagnir í blöðum reglulega um það sem á að gera en svo bara gerist ekkert, núna eru einhverjar 200 nefndir sem eru að koma með tillögur á borð til þeirra, þetta er alveg með ólíkindum, þau setja bara allt í nefnd „

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila