Símatíminn: Hætta á að breyting á lögum um leigubílaakstur verði stökkpallur fyrir glæpamenn

Það er hætt við því að breyting á lögum um leigubílaakstur geti orðið ákveðinn stökkpallur fyrir glæpamenn, til dæmis fíkniefnasala sem myndu notfæra sér breytinguna til þess að geta selt fíkniefni úr bílum sínum. Þetta var meðal þess sem fram kom í spjalli Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í morgun.

Arnþrúður segir að hún telji gríðarlega mikilvægt að farþegar í leigubílum geti verið öruggir um að þeir séu að kaupa leigubílaþjónustu af aðilum með full réttindi og óflekkað sakarvottorð.

„það er stórmál að vera leigubílstjóri , þetta snýst um öryggi farþega því með breytingunni hafa menn ekki eins mikla stjórn á hverjir séu að keyra leigubíla, það verður að horfa til þess að leigubílstjórar eru að keyra fólk sem er í alls konar ástandi og við verðum að spyrja hvert sé öryggi þeirra farþega“segir Arnþrúður.

Arnþrúður segist þó hafa mestar áhyggjur af því að verið sé með breytingunni að búa til nýjan farveg skutlþjónustu fyrir fíkniefnasala.

„það væri rétt að menn grafi nú upp gamla slagorðið Fíkniefnalaust Ísland árið 2000 og horfi svo aðeins til baka því hér eru glæpir orðnir tíðari og verri“

„á þessum tíma hefur fíkniefnamálum fjölgað gríðarlega og fíkniefni farið í miklu meiri dreifingu en áður, glæpirnir eru orðnir miklu alvarlegri og hættulegri en áður í alla staði, það er verið að ógna unglingum og ýta þeim út í að prófa efni og eftir því sem að aðgengið er meira þeim mun meiri líkur eru á meiri neyslu, þessi fararmáti er kjörinn til þess og það hefur líka sýnt sig annars staðar og það hefur verið raunin, svo hafa menn verið að amast yfir því að það megi ekki selja áfengi því annars sé aðgengið fyrir unga fólkið of mikið, en hvað er þá þetta? þetta er bara heimskeyrsla á dópi“segir Arnþrúður

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila