Símatíminn: Helgi Seljan fær baráttukveðjur frá Útvarpi Sögu – Gapastokksmenningin á Íslandi sú mesta á öllum vesturlöndum

Það að fólk skuli ráðast að þeim sem eiga um sárt að binda er vítavert og Útvarp Saga fordæmir alla slíka hegðun. Helgi Seljan á hrós fyrir það mikla og góða starf sem hann hefur unnið á sama tíma og hann hafi orðið fyrir svívirðilegum árásum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnþrúðar Karlsdóttur í símatímanum í dag en þar hringdi hlustandinn Sigfús inn og vakti þar athygli á skrifum Páls Vilhjálmssonar bloggara um Helga Seljan.

Arnþrúður segir skrif Páls fyrir neðan allar hellur og að hlúa ætti að Helga Seljan heldur en ráðast að honum með þessum hætti. Arnþrúður benti á að sú reynsla sem Helgi hafi greint frá þar sem hann ræddi andleg veikindi sín gætu hent alla og það gæti enginn tryggt sig fyrir slíku, slíkt væri hluti af lífinu.

Þá sagði Arnþrúður að ljóst væri að hér á Íslandi þrifist mesta gapastokksmenning á öllum vesturlöndum þar sem ákveðinn hópur legði stund á netaftökur og þeir sem það geri telji sig þannig hafa fullnægt réttlætinu

það að gleðjast yfir netaftökum er það sama og að draga fólk að gapastokki og klappa þegar blóðugt höfuðið fellur frá búknum, að geta ekki fyrirgefið er vegvísir á gapastokksgleði, Ísland er um það bil óbúsetuhæft vegna gapastokks aftökuþarfa þeirra sem lifa á því að færa fólk á gapastokk nútímans“ sagði Arnþrúður.

Hægt er að hlusta í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila