Símatíminn: Hvaða lagaheimildir hafði Heilbrigðisráðherra til þess að skrifa undir bóluefnasamningana og halda þeim leyndum

Það hefur enn ekki verið upplýst hvaða lagaheimild Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taldi sig hafa þegar hún skrifaði undir bóluefnasamningana við lyfjarisana, sem felur í sér að Íslendingar missa alla möguleika á bótarétti á hendur lyfjafyrirtækjunum ef afleiðingar tilraunalyfjanna verða alvarlegar.  Þær kröfur eru væntalega líka í samningunim að heilbrigðisráðherra ábyrgist að breyta íslenskum lögum til samræmis við áform lyfjafyrirtækjanna.   Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra í spjallinu í símatímanum í morgun en þar var rætt um framhald bólusetninga, sem nú fara fram á þunguðum konum.


Eins og kunnugt er hefur mikil leynd hvílt yfir samningunum og ekki virðist í sjónmáli að þeirri leynd verði aflétt. Því sé eðilegt að kallað sé eftir svörum um hvaða lagagrundvöll ráðherra hafi haft þegar hún skrifaði undir fyrir Íslands hönd


Þá benti Arnþrúður á að þingmenn vilji fá betri upplýsingar um faraldurinn og stöðu mála eins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir og þá hafi Inga Sæland eins og fram kom í þætti hér á Útvarpi Sögu kallað eftir að þingið komi saman vegna stöðunnar og taki ákvörðun um nætu skref því auðvitað eigi Alþingi að koma að málunum, enda sé um stærsta kosningamálið að ræða.


Hlusta má á spjallið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila