Símatíminn: Ólafi Helga Kjartanssyni stillt upp við vegg rétt eins og Haraldi Johannessen

Eineltismálið sem upp hefur komið hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum þarf að horfa á í mun stærra samhengi því málið gæti verið hluti af atburðarrás sem á sér aðdraganda síðastliðin 15 ár. Þetta var meðal þess sem fram kom í símatímanum í morgun þar sem Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson ræddu um þá atburðarrás sem átt hefur sér stað undanfarna daga hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Arnþrúður greindi meðal annars frá því í þættinum að Útvarp Saga hefði heimildir fyrir því að Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi verið boðaður á fund í Dómsmálaráðuneytinu þar sem honum hafi verið settur stóllinn fyrir dyrnar. 

Ólafur Helgi hafi fengið þau fyrirmæli að hann yrði að  hætta sem lögreglustjóri vegna eineltismála sem nú væru til meðferðar ásamt fleiru sem fram kæmi í skýrslu Atentus. Sagði Arnþrúður að þetta minnti óneitanlega á atburðarrásina þegar Haraldur Jóhannessen fyrrverandi  ríkislögreglustjóri hafi verið hrakinn úr embætti og væri þetta einskonar „taka tvö.“ Sögusögnum og rógburði væri dreift um menn sem síðan kæmust í hámæli í fréttum.  

Arnþrúður benti einnig á í þættinum að gengið hafi verið gegn Jóhanni Benediktssyni þáverandi lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli með svipuðum hætti áríð 2007 og þá hafi Sigríður Björk Guðjónsdóttir verið skipuð lögreglustjóri í hans stað.  

Sagðist Arnþrúður líta svo á að þau mál sem hafi verið að koma upp á síðustu árum hjá lögreglunni væru af þeirri stærðargráðu að kalla þyrfti stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis saman til að skoða þessi mál betur með hliðsjón að aðkomu ráðuneytisins. 

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila