Símatíminn: Sigur Marine Le Pen er sigur gulu vestanna – Boris er „púddlehundur“ Joe Biden

Úrslit kosninganna í Frakklandi eru stórmerkileg tíðindi og er sigur Marine Le Pen fyrst og fremst sigur gulu vestanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í spjalli Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í morgun.

Pétur segir að þegar samsetning þeirra sem kenndu sig við gulu vestin er skoðuð komi í ljós að þar fari fremstir í flokki þjóðernissinnaðir stuðningsmenn Marine Le Pen og svo hinir ýmsu vinstri menn sem studdu Vinstrabandalagið og þessar fylkingar séu þær sem hafi í raun unnið í kosningunum og þrátt fyrir að kosningakerfið sé ekki hagstætt henni.

„en það er alveg ljóst að það eru gulu vestin sem sigra og þessi óánægja sem braust fram hún er að koma fram í niðurstöðum þessara kosninga“segir Pétur.

Getur haft töluverð áhrif á störf Macron

Arnþrúður segir að niðurstaðan komi til með að hafa töluverð áhrif á störf Emmanuel Macron forseta.

„þarna féll þessi meirihluti algerlega og það er þarna umtalsvert tap hjá nýkjörnum forseta og þarna fjúka nokkrir ráðherrar einn af öðrum, sem kemur til af ákvörðun Macron þess efnis að þeir ráðherrar sem ná ekki kjöri í þingkosningum verði ekki áfram ráðherrar, sem heitir á pólitísku máli hundahreinsanir“segir Arnþrúður.

Segir Arnþrúður að þetta muni hafa þau áhrif að forsetinn eigi erfiðara með að fá ákvarðanir sínar samþykktar í gegnum þingið.

„sérstaklega hvað varðar fjárútlát og fjárlög, þá getur þingið gert honum þar afar erfitt fyrir“

Fjölmiðlar höfðu kolrangt fyrir sér

Arnþrúður bendir á að fjölmiðlar hafi hamrað á því að Macron myndi halda sínu og sömuleiðis vinstri flokkarnir.  Því var haldið fram að Le Pen þyrfti að berjast fyrir 15 mðnnum en endaði með 89 menn sem sé auðvitað gríðarlegur sigur.

„svo er það auðvita spurning hvaða áhrif þetta mun hafa út á við og inn í Evrópusamstarfið, það á eftir að koma í ljós“

Boris Johnson eyðilagði tilraun Macron og Olaf Scholz til að stilla til friðar

Arnþrúður segir einnig sögulegt að sjá hvernig Boris Johnson forsætisráðherra hafi tekist að eyðileggja tilraun Macron og Olaf Scolz til þess að stilla til friðar í Úkraínu með því að fá Úkraínumenn til þess að semja.

„kemur þá ekki Boris Johnson fljúgandi mjög óvænt til Úkraínu daginn eftir og eyðileggur allt með því að  boða til blaðamannafundar og segja við fjölmiðla að hann skilji Selensky forseta,  hvers vegna hann vilji ekki semja við Rússana.   Boris Johnson lýsir því yfir að hann ætli að búa til her fyrir Úkraínu, þjálfa 40.000 unga breska hermenn og senda þá beint út í opinn dauðann.  Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO boðar stríðsástand næstu árin, ég veit eiginlega ekki alveg hvað hefur komið yfir hann en það eru stríðsöflin og peningaveldið sem gefur þessar fyrirskipanir því þau vilja hafa þetta svona“

Arnþrúður segir að svo virðist sem Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sé að verða einskonar  „púddlehundur“ fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta og fari eftir fyrirskipunum hans.

„hann hleypur bara á eftir því sem Biden segir og þeir vilja bara meiri vopn og meiri hasar, það er bara ekkert öðruvísi“

Hlusta má á spjallið í spilaranum hér að neðan

Deila