Símatíminn: Við þurfum að hjálpa ríkisstjórninni svo hún geti hjálpað okkur

Fólk þarf að halda ró sinni, standa saman, huga hvert að öðru og við þurfum að hjálpa ríkisstjórninni svo hún geti hjálpað okkur, með því að gefa henni svigrúm til þess að vinna.

Þetta kom fram í máli Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra í símatímanum í dag en þar ræddu Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson um þá erfiðu tíma sem þjóðin stendur frammi fyrir.

Arnþrúður sagði mikilvægt að allir sýndu samstöðu á þessum tímum og að ríkisstjórnin þyrfti stuðning almennings til þess að geta klárað að vinna þá vinnu sem þarf að vinna

“ við þurfum að standa saman og gera öllum það kleift að vinna það sem þeir eru að vinna, sem er að gera það sem best er í þeirri stöðu sem er uppi“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila