Símatíminn: Starfshópur gegn hatursorðræðu tæki stjórnvalda til þess að stýra umræðunni

Starfshópur stjórnvalda gegn hatursorðræðu á að nota sem ákveðið tæki til þess að stýra umræðunni í landinu, enda eru þegar til staðar úrræði til þess að taka á hatursorðræðu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í morgun þar sem hann sagði frá fyrirætlun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að setja starfshópinn á laggirnar.

Pétur velti þeirri spurningu upp í þættinum hvort forsætisráðherra væri ekki meðvitaður um þau úrræði sem til eru í lögum til að taka á slíkum málum.

„við höfum líka fjölmiðlalög þar sem eru ákvæði um þetta, en nú ætlar hún að koma á nýju bákni í kringum þetta í því skyni“ segir Pétur.

Hverjir hafa hagsmuni af ritskoðun?

Í tilkynningu um starfshópinn kemur fram að starfshópnum verði meðal annars falið að gera tillögur um útfærslu á aðgerðum sem miða að því að vinna gegn hatursorðræðu í íslensku samfélagi, en starfshópurinn mun meðal annars leita eftir samráði við hagsmunasamtök við sína vinnu.

“ hvaða hagsmunasamtök hafa hagsmuni af ritskoðun, eru það fjölmiðlar, kannski RÚV?, hver ætlar að vinna að þessu og hvað á hún við þá? á hún við eingöngu minnihlutahópa eða á hún við fleiri hópa?, við erum þegar með ákvæði um þetta gagnvart minnihlutahópum í lögum og forsætisráðherra hlýtur bara að vita það, við erum líka með meiðyrðalöggjöf og hún hlýtur að vita það líka, hvað ætlar hún þá að gera umfram þetta? spyr Pétur.

Atvinnusköpun forsætisráðherra fyrir háskólafólk

Pétur velti þeirri spurningu upp hvort forsætisráðherra sæi fyrir sér að framkvæmdavaldið ætli að fara að hafa afskipti af umræðunni í landinu.

„eiga þau að fara að stýra því og skilgreina hvað megi segja og hvað megi ekki segja, og svo segir að það eigi að stuðla að samhæfðum aðgerðum þar sem slíkt sé talið mikilvægt til þess að stuðla að virkri þátttöku allra Íslendinga, allir geti þar notið eigin atorku og notið sama athafna og tjáningarfrelsis, á þetta að auka tjáningarfrelsið eða hvað? það er alveg ótrúlegt að lesa þetta, þetta er bara til þess að útvega einhverjum vinnu, það eru þarna stjórnmálafræðingar og aðrir sem þurfa vinnu og þá þarf að setja upp einhverjar svona stofnanir, þetta mun hins vegar ekki gera neitt annað en að skapa deilur í íslensku samfélagi og grafa undan samstöðunni hér“ segir Pétur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila