Símatíminn: Það er verið að taka af okkur frelsið og dreifa sósíalismanum yfir Vesturlönd

Það er mjög mikilvægt að vera á varðbergi og huga vel að því hverja fólk kýs til valda því hér er verið að skerða frelsi almennings í sífellu og dreifa sósíalismanum yfir Vesturlönd. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra í símatímanum í morgun.


Arnþrúður benti á að eitt af þeim dæmum megi sjá á því að reynt sé að hafa einkabílinn af almenningi og fólk eigi bara að vera eins og rollur í rétt í einhverjum vögnum og spyr hverjum detti eiginlega í hug að bugta sig og beygja fyrir slíku.

„núna hringdi hér inn maður Guðmundur Böðvarsson hinn ágæti rithöfundur og honum fallast hendur því það á að færa Listaháskólann niður í Tollhús en svo eru þar engin bílastæði, nemendum og öðrum sem eiga erindi í skólann er ætlað að koma fótgangandi, hvers konar della er í gangi hér?“spyr Arnþrúður.

Erum komin í pólitíska girðingu

Hún segir að um sé að ræða pólitíska stefnu sem verið sé að dengja yfir Vesturlönd, Ísland fari ekki varhluta af því vegna þess að Íslendingar hafi látið ginna sig of langt inn í girðinguna, við séum kominn inn í pólitíska girðingu eins og rollur í rétt.

„hver vill þetta? ,ætlum við ekki að vera Íslendingar lengur sem höfum þokkalega gott frelsi til þess að ferðast á milli og fara okkar ferða eftir því sem við viljum og kjósum sjálf? , af hverju er verið að taka af okkur einkabílinn og af hverju látum við fólk komast svona upp með þetta? nei þau fá ekki að komast upp með þetta“ segir Arnþrúður.


Það verður að stöðva þessa eyðileggingu

Hún segir mjög mikilvægt að þessi eyðilegging og hnignun á Íslandi verði stöðvuð því íslenska þjóðin eigi betra skilið, það sé búið að vera hnignunarskeið og allt gefið úr landi ef því er að skipta, fjármunum dælt út í heim endalaust og allt samþykkt og í tómri vitleysu.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila