Símatíminn: Björgólfur Thor verndaður af djúpríkinu

Diplómatapassi Björgólfs

Það er nokkuð ljóst að Björgólfur Thor Björgólfsson er verndaður af djúpríkinu á Íslandi og stjórnvöld hafa ekki lagt í að hreyfa við Björgólfi hingað til, þrátt fyrir að fyrirtæki hans Actavis selji ópíóðalyf í bílförmum, milljarða taflna með hörmulegum afleiðingum á meðan hann var eigandi félagsins.

Þrátt fyrir að Björgólfsfeðgar hafi svikið grunlausa sparifjáreigendur sem lögðu stórar fjárhæðir inn á Icesave reikninga Landsbankans í von um góða ávöxtun, eru þeir ekki dregnir til ábyrgðar.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í dag.

Þar röktu þau Arnþrúður og Pétur viðskiptasögu og feril Björgólfs og þá ótrúlegu gjörninga sem hann hefur komist upp með í gegnum tíðina án nokkurra afleiðinga fyrir hann eða hans starfsemi, og nú síðast framleiðslu og dreifingu Actavis á ópíuóðalyfjum

nú er það komið í ljós að 351.000 Bandaríkjamenn hafa dáið af völdum ópíuóðalyfja frá árinu 2006 til 2012, það má setja þetta í það samhengi að þetta væri eins og að allir Íslendingar væru dánir vegna framleiðslu Actavis„,segir Arnþrúður.


Enn allt á huldu með diplómatapassa Björgólfs


Í þættinum ræddu Arnþrúður og Pétur um diplómatapassa sem Björgólfur starfaði sem ræðismaður Íslands í Rússlandi frá árinu 1999 til ársins 2006 en hann fékk passann útgefinn af utanríkisráðuneytinu 14. janúar 2003 í ráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar en passinn var stimplaður og staðfestur af sýslumanninum í Reykjavík. Árið 2011 voru þær upplýsingar veittar frá sama ráðuneyti sem staðfestu framlengingu vegabréfsins í tíð Valgerðar Sverrisdóttur.

Enn er allt á huldu hvort Björgólfur sé enn handhafi diplómatapassans en á sínum tíma hafnaði Utaníkisráðuneytið að veita upplýsingar um hvort Björgólfur væri enn handhafi slíks passa og var því borið við að um persónuupplýsingar væri að ræða.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila