Lykilatriði að orkusala úr landi yrði á forsendum Íslands

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Það er lykilatriði að ef á að selja orku úr landi að það sé gert á forsendum sem íslendingar marka sjálfir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Ásmundur segist hafa verið mótfallinn orkupakkamálinu allt frá upphafi enda eigi auðlindir þjóðarinnar að vera á hennar forræði en ekki erlendra aðila, hann hafi þó ekki á móti því að skoða þá kosti sem séu í boði

en ef á að selja orku úr landi, sem að mínu mati ætti ekki að gerast á næstu áratugum þá á slík sala á orku að vera algjörlega á forsendum íslendinga„,segir Ásmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila