Hópur Sjálfstæðismanna vill knýja fram kosningu um orkupakkamálið innan Sjálfstæðisflokksins

Hiti er í kolunum í Valhöll þessi misserin

Hópur Sjálfstæðismanna hafa stofnað vefsíðu Xd5000.is þar sem þeir skora á flokksbundna flokksbræður síða að ganga í lið með sér í þeim tilgangi að knýja fram kosningu um málið innan flokksins. Takist hópnum að ná 5000 undirskriftum verður miðstjórn flokksins að taka málið til atkvæðagreiðslu samkvæmt samþykktum flokksins. Á vefsíðunni segir meðal annars

” Innleiðing þriðja orkupakkans sem fyrirhuguð er af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur þegar leitt til harðra deilna innan Sjálfstæðisflokksins, enda ríkir um málið mikil og djúpstæð óeining í okkar röðum. Hér er ætlunin að safna tilskildum fjölda undirskrifta og knýja með því fram atkvæðagreiðslu um málið.”.

Smelltu hér til þess að skrifa undir, en rétt er að geta þess að aðeins flokksbundnir Sjálfstæðismenn geta skrifað undir. 


Annar hópur safnar undirskriftum til áskorunar á forseta Íslands


Þá hefur annar hópur blásið til undirskriftarsöfnunar á netinu á vefsíðunni Synjun.is, þar sem skorað er á forseta Íslands að hafna hverjum þeim lögum sem ógnað geti fullveldinu, varði afsal á yfirráðum Íslendinga yfir náttúruauðlindum okkar, svo sem orku vatnsaflsvirkjana og jarðhitasvæða, drykkjarvatni og heitu vatni, og afsal á stjórn innviða tengdum þeim til erlendra aðila, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, ríki eða ríkjasambönd. Rétt er að geta þess að þessi söfnun tengist ekki þeirri söfnun sem hópur Sjálfstæðismanna stendur fyrir og fjallað er um hér ofar í fréttinni og geta allir ritað nafn sitt við þessa söfnun.

Smella hér til að skrifa undir.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila