Vilja kvótann aftur heim

Gunnar Smári Egilsson og Ögmundur Jónasson

Samherjamálið hefur verið ákveðin vakning um það hversu mikilvægt það er að kvótinn verði tekinn úr höndum stórútgerða og færður aftur heim til landsbyggðarkjarnanna þar sem hann átti upphaflega heima.

Þetta var meðal þess sem fram kom í  máli Ögmundar Jónassonar fyrrverandi ráðherra og Gunnars Smára Egilssonar fjölmiðlamanns í síðdegisútvarpinu í dag en þeir voru gestir Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Í þættinum kom meðal annars fram að stórútgerðir eins og Samherji hafa með tíð og tíma með hjálp kvótaframsalsins lagt heilu byggðalögin í eyði, því þurfi að breyta en til þess af því gæti orðið þurfi talsvert átak til, það sé á ábyrgð og höndum Alþingis að tryggja að svo verði.

Ögmundur hefur af því tilefni boðað til fundar í Þjóðmenningarhúsinu næstkomandi laugardag 11.janúar kl.12:00 en á fundinum verða afleiðingar kvótakerfið og framsal kvóta á byggðarlög landsins rætt en yfirskrift fundarins er Kvótann heim.

Hlusta má á viðtalið við Ögmund og Gunnar Smára í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila