Sjávarútvegsráðherra staðfestir að fyrirhugað fiskinnflutningsbann til Bandaríkjanna hafi áhrif hérlendis

Kristján Þór Júlusson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur staðfest að fyrirhugað fiskinnlutningsbann til Bandaríkjanna muni hafa áhrif hérlendis. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn við Ingu Sæland þingmanns Flokks fólksins um málið. Bannið byggir á dómssátt bandarískra stjórnvalda við náttúruverndarsamtök um að leggja bann við innflutningi á fiskafurðum sem veidd eru með veiðarfærum sem mögulega geta skaðað sjávarspendýr, en bannið tekur gildi í ársbyrjun 2022.

Selveiðar bannaðar vegna bannsins

Í svari ráðherra verða orð hans ekki skilin öðruvísi en að ákvörðun um að banna selveiðar hér við land hafi verið tekin vegna þess að bannið er yfirvofandi, Hann hafi skipað samráðshóps og í kjölfarið ráðist í ákveðnar aðgerðir til að lágmarka áhrif fiskveiða og fiskeldis á sjávarspendýr meðal annars með því að breyta lögum um lax og silungsveiða

og í framhaldi reglugerðar hafa beinar veiðar á sel verið bannaðar. Frá þessu er að vísu undantekning, en hún nær aðeins til leyfisveitinga til veiða bænda í netlögum sjávarjarða til eigin nota. Með þessu er t.d. bannað að skjóta sel til að fæla frá fiskeldiskvíum. “ segir meðal annars í svari ráðherra.

Bannið mun hafa áhrif hér á landi

Þá er ráðherra spurður um hvaða áhrif reglurnar geti haft hér á landi þegar þær taka gildi:

Viðbúið er að sjávarafurðir úr veiðum þar sem meðafli er yfir mörkum þeim sem Bandaríkin reikna fyrir einstaka stofna sjávarspendýra fái ekki innflutningsleyfi á markað þar í landi eftir að reglurnar taka gildi. Verði sótt um leyfi til innflutnings á grásleppuafurðum til Bandaríkjanna eru einhverjar líkur á að afurðir úr öllum veiðum sem samanlagt fara yfir meðaflamark lendi í sömu takmörkunum, þ.e. allar veiðar þar sem land- eða útselur kemur í veiðarfæri. Ekki liggur þó fyrir endanleg afgreiðsla bandarískra yfirvalda á því hvernig verður farið með afurðir úr mismunandi veiðum frá einstökum löndum. “ segir ráðherra í svari sínu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila