Laura Huhtasaari: „ESB notar neyðarsjóðinn til að ná enn meiri völdum yfir aðildarríkjunum, þetta er valdarán”

Laura Huhtasaari þingkona Sannra Finna

Hin eldhressa finnska Laura Huhtasaari sem er þingkona fyrir Sanna Finna á ESB-þinginu segir í Express, að Evrópusambandið sé að gera „tilraun til valdaráns” með kórónu neyðarsjóðnum.

Miklar deilur standa um tillögu ESB að 750 milljarða evru neyðarsjóði sem á að taka að láni með því að veðsetja fjárlög aðildarríkja ESB sameiginlega. Laura hefur áður lýst því yfir að slík aðgerð sé brot á grundvallarreglum sambandsins grein 125 og segir að Angela Merkel og Emmanuel Macron ætli að nota neyðarsjóðsmálið til að koma á nýju skattavaldi ESB gagnvart aðildarríkjunum.

Huhtasaari segir að: 

„það skipti engu máli fyrir ráðamenn ESB hvort farið sé eftir lögum, þeim er nákvæmlega sama um stjórnarsáttmála ESB eða hvort stjórnarskrár aðildarríkjanna séu virtar. Þeir vilja bara koma sínu fram og þeir vilja koma á skattheimtu hjá ESB og sá sem hefur fjármálin hefur völdin. Ég held að þetta sé valdarán. Ég myndi kalla þetta valdarán.”


Samkvæmt 125. greininni má hvorki sambandið né einstök ríki þess aðstoða ríkisstjórnir aðildaríkja ESB eða seðlabanka þeirra í kröggum. Segir Laura Hutasaari að til þess að neyðarsjóðurinn verði löglegur, þurfi að breyta grunnlögum ESB og til þess þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hverju aðildarríki fyrir sig. Skuldirnar sem neyðarsjóðurinn tekur á sig þarfnast sameiginlegrar fjármálstjórnunar aðildarríkjanna. 


„ESB hatar þjóðaratkvæðagreiðslur því þeir óttast að kosið verði gegn sér og að sjálfsögðu hafa þeir rétt fyrir sér í því. Aðildarríki ESB kusu um núverandi sáttmála og hafa ekki kosið um að brjóta þá og alls ekki kosið um alríki sambandsins. Aðildarríkin kusu um frjálsan viðskiptamarkað sjálfstæðra ríkja, það var það sem kosið var um. Því miður held ég að sjóðurinn verði myndaður. ESB talar mikið um lagalega stjórnun en fer svo sjálft ekki eftir lögunum.”

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila