Skelfilegt ástand flóttafólks á landamærum Bandaríkjanna

Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz lýsir skelfilegum aðstæðum við landamærin eftir heimsókn þangað en Bandaríkjaforseti ver þá stefnu, sem skapað hefur ástandið.

Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz segir

„Þetta er kreppa sköpuð af mönnum – það var hægt að komast hjá þessu. Við urðum öll vitni að Biden-búrunum. Það sem er að gerast hér við landamærin er harmleikur sem sker í hjartað – þetta er harmleikur “

Cruz og öldungadeildarþingmaðurinn John Cornyn voru í forsvari sendinefndar 17 öldungardeildarþingmanna til að sjá aðstæður við landamærin með eigin augum. Hópurinn hitti starfsmenn landamæraeftirlitsins fimmtudagskvöld og á föstudag var farin bátsferð um Rio Grande ána.

Öldungadeildarþingmenn repúblikana héldu blaðamannafund á föstudag frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og höfnuðu alfarið meðhöndlun Biden-stjórnarinnar á landamærakreppunni. Sögðu þeir ástandið skelfilegan mannúðarharmleik sem „hefði mátt koma í veg fyrir“ og fordæmdu landamærastefnu Joe Biden forseta. Frá þessu greinir The Epoch Times.

Þeir heimsóttu einnig bráðabirgaða aðstöðu flóttamanna í Donna, Texas, sem komst í fréttir fyrir stuttu eftir að myndir voru birtar af fylgdarlausum börnum í þröngu plássi og sofandi á gólfinu. „Við sáum búr eftir búr eftir búr með lítlum stúlkubörnum og drengjum sem hjúfruðu sér hvert að öðru, liggjandi hlið við hlið með neyðarteppi yfir sér,“ sagði Cruz um það, sem hann varð vitni að í Donna búðunum. „Það var ekkert sex feta pláss. Það var ekkert þriggja feta pláss. Það var ekki þriggja tommu bil á milli barna stillt upp hvert á eftir öðru á eftir öðru…Við sáum líka hóp barna sem mældust jákvæð með COVID-19 sama dag .“

Cruz sagðist hafa áhyggjur af útbreiðslu kínversku veirunnar, sem veldur sjúkdómnum COVID-19, á stöðinni „Um það bil 10 prósent einstaklinganna sem eru vistaðir í Donna eru smitaðir af COVID 19, sem er verulega hærra hlutfall en meðal íbúa Bandaríkjanna. Stjórn Bidens lætur loka smitaða með COVID-19 inni í búrum við hliðina á öðrum búrum. Þetta er ómannúðlegt. Það verður að stöðva þetta. Þetta er kreppa, þetta er harmleikur og þetta er kreppa af mannavöldum. Það var hægt að komast hjá þessu. Það var hægt að koma í veg fyrir þetta.“

Myndband tekið í heimsókn öldungardeildarþingmannanna til landamæranna. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur bannað fjölmiðlum aðgang að búðunum.

Öldungadeildarþingmaðurinn birti myndbandsupptökur af Donna á Twitter á föstudaginn. „Þetta eru Biden búrin … Þúsundir krakka í heimsfaraldri troðnir saman 1500% umfram getu. Þetta er bara einn af ‘belgjunum’ hjá Donna. Það eru SJÖ aðrir jafn fullir.“

Reyndu að stöðva kvikmyndaupptökur þingmannanna

Öldungadeildarþingmaðurinn John Barrasso (R-Wyo.) Lýsti aðstöðunni þannig að „ungu fólki var troðið saman eins og sardínur, enginn okkar myndi vilja að okkar eigin börn lentu í slíku. Þegar við kvikmynduðum það sem var að gerast til að upplýsa umheiminn, þá reyndu ritskoðendur Biden-stjórnarinnar að stöðva okkur.“

Frá því að hann tók við embætti hefur Biden snúið við landamærastefnu Trump-stjórnarinnar, þar á meðal stöðvað byggingu veggsins og snúið frá stefnunni „Bíðið í Mexíkó“ sem lét hælisleitendur bíða í Mexíkó þar til svar um landvistarleyfi fengist. Stjórn Biden hefur einnig tekið á móti fylgdarlausum börnum og endurreist „haltu mér slepptu mér“ stefnu Obama. Heritage Foundation segir að Biden hefur snúið til baka næstum allri innflytjendastefnu Donald Trump, fyrrverandi forseta.

Öldungardeildarþingmaðurinn John Cornyn sagði blaðamönnum að embættismenn hefðu fjölgað ólöglegum innflytjendum: „Landamæraeftirlitið og heilbrigðis- og félagsþjónusta og frjáls félagasamtök eru í erfiðleikum að takast á við þetta mannflóð og segja okkur, að þau geti ekki stöðvað mannflóðið án stefnubreytingar í Washington, DC.“

Ástandið er „geðveikt“ – 16.513 fylgdarlaus börn í Biden-búrum

Öldungadeildarþingmaðurinn Tom Cotton lýsti ástandinu við landamærin sem „geðveiki.“ „Daglega ferðast þúsundir farandfólks að landamærum okkar. Þetta farandfólk er ekki að hlaupa frá yfirmönnum landamæraeftirlitsins, þeir hlaupa til yfirmanna landamæraeftirlitsins, vegna þess að þeir og smyglarar og framseljendur þeirra vita, að þeir geta leikið á kerfið okkar. Þeir komast inn í landið okkar á nokkrum dögum, stundum eftir nokkrar klukkustundir og þurfa aldrei aftur að fara til heimalands síns.“

Joe Biden Bandaríkjaforseti ásakar Donald Trump fv. forseta um hörmungarnar á landamærunum og segir að –„Trump hafi svelt börn í hel í flóttamannabúðum.“ Biden gerði lítið úr gagnrýninni á ástandið „þar sem eitthvað gerist á hverju einasta ári og ekkert hefur breyst“. Fullyrti hann að langflestir fjölskyldur sem fara ólöglega yfir landamærin „séu sendar aftur til baka“.

Öldungardeildarþingmaðurinn John Barrasso segir að „Öldungadeildarþingmennirnir sem eru hér í dag munu segja þér að það er ekki satt. Karlarnir og konurnar á þessu sviði munu segja þér að það er ekki satt. Það er kominn tími til að hleypa pressunni inn til að sjá hvað er að gerast. Og harmleikinn sem þessi stjórn hefur dregið yfir þjóðina.“

Landamæraeftirlitið handtók 100.441 ólöglega innflytjendur við suðurlandamærin í febrúar samkvæmt Landamæragæslunni (CBP). Alls voru 16.513 fylgdarlaus börn í haldi í búðunum 23. mars samkvæmt HHS-stofnuninni fyrir börn og fjölskyldur.

Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila