Skemmdarverk og spjöll unnin á kaþólsku kirkjunni í Gautaborg

Göteborgs Posten greinir frá því að spjöll hafi verið unnin á kaþólsku kirkjunni við Heden í Gautaborg í dag. Meðal annars var spreyjað úr slökkvitæki út um allt, minniskerti eyðilögð, hlutum velt um koll, brotið og bramlað, sálmabókum grýtt um allt, altarisstól velt um koll og skemmdir unnar á altarinu, m.a. voru dúkar dregnir á gólfum. Tobias Unnerstål kirkjuhirðir segir að aðkoman hafi verið hræðileg. „Maður tekur nærri sér hvílíkt hatur birtist á aðförum sem þessum.“ Eitt vitna Max Skalenius segir „skelfilegt að líta á spjöllin.“

„Þeir hafa dregið dúkana með öllu á og kastað á gólfið, kertastjakarnir hafa flogið um allt. Stóri stóllinn sem presturinn situr í hefur verið hent út fyrir altariströppuna. Prédikunarstólnum var velt og hent niður fyrir tröppurnar,“ segir Tobias Unnerstål. „Ég get lifað með að allir hafi ekki dálæti á kaþólsku kirkjunni en að sýna það á þennan hátt… það er óhuggulegt. Afskaplega óhuggulegt.“

Lögreglan var kölluð á staðinn og kæra um skemmdaverk verið skráð. Christer Fuxborg fulltrúi lögreglunnar í Gautaborg segir „að kirkjunni hafi ekki borist neinar hótanir eða bréf.“

Einhverjum er illa við kirkju kaþólskra í Gautaborg

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila