Skilgreining á atkvæðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum sýnir að Trump fékk 10 milljónir fleiri atkvæði í ár en 2016

Donald Trump Bandaríkjaforseti setti nýtt met í fjölda atkvæða í kosningum í ár með 73 milljónir atkvæða sem eru 10 milljónir fleiri atkvæði en hann fékk í forsetakjöri árið 2016. Jók forsetinn verulega fylgi meðal litaðra og minnihlutahópa. Samkvæmt Edison Research þá völdu 8% blökkumanna Trump fram yfir Clinton í kosningunum 2016. Í ár sýnir Edison Research að Trump fékk atkvæði 12% blökkumanna sem er 50% aukning.

19% svartra karla blökkumanna kusu Trump nú miðað við 13% ár 2016. 4% blökkukvenna kusu Trump ár 2016 en yfir 9% blökkukvenna völdu Tump í staðinn fyrir Joe Biden í ár sem er yfir 100% aukning. Í héruðum með yfirgnæfandi meirihluta blökkumanna fékk Trump 8% fleiri atkvæði en fyrir 4 árum síðan.

Stóraukning fylgis meðal spænskumælandi íbúa

Árangur Trump meðal spænskumælandi er jafn vel enn meir sláandi því Trump fékk 37% fleiri atkvæði núna miðað við 2016 í 47 héruðum þar sem spænskumælandi eru í meirihluta íbúa. Trump fékk 30% fleiri atkvæði í kosningunum núna í 32 stærstu héruðum Bandaríkjanna með meirihluta-minnihluta íbúum.

Ein mesta fylgisaukning fyrir Trump var í Miami Dace County of Florida þar sem yfir 200 þúsund fleiri kjósendur kusu Trump núna miðað við 2016. Margir Bandaríkjamenn af kúbönskum uppruna búa á svæðinu og hafa reynslu frá sósíalisma og kommúnisma á Kúbu. Fylgi Trump í Flórida hækkaði úr 49% ár 2016 upp í 51,2% 2020.

Fólk með reynslu af harðstjórn kommúnista kýs í ríkari mæli Trump

Svipaða sögu er að segja meðal spænskumælandi íbúa í suður Texas á svæðum að landamærum Mexíkó sem af hefð hafa tilheyrt Demókrötum. 52% íbúanna í Zapata héraðinu kusu Trump og 47% Biden en næstum 95% íbúanna eru spænskumælandi. Í kosningunum 2016 kusu 65% Hillary Clinton og Trump fékk 32% atkvæða.

Trump hefur einnig aukið fylgi meðal Bandaríkjamanna af Asíuættum frá 27% ár 2016 til 34% í ár. Boðskapur Trump gegn kommúnismanum hefur haft áhrif þar sem margir innflytjendur frá Asíu hafa liðið undir harðstjónr kommúnista.

Samanlagt kusu 26% litaðra Trump í ár sem er 5% aukning miðað við 2016. Sannarlega má því fullyrða að kosningafylgi Trump hafi vaxið.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila