Skiplagðar árásir á kirkjur og grafir í Svíþjóð – enn á ný eru mörg hundruð legsteinar rifnir upp og grýtt til hliðar

Skipulagðar árásir eru gerðar á kirkjur og grafir í Svíþjóð. Myndin frá árás dagsins í kirkjugarðinum í Solna norður Stokkhólmi.

Í dag laugardag komu enn á ný fréttir um árásir á kirkjur og grafir í Svíþjóð, núna í þriðja sinn á stuttum tíma í Solna kirkjugarðinum í norður Stokkhólmi. Í eitt skiptið voru spjöll unnin á meira en 300 gröfum. Lögreglan fékk tilkynningu um hálf fjögur leytið og lokaði af svæðinu við kirkjugarðinn á meðan unnið var að vettvangsrannsókn. Svante Borg yfirmaður kirkjugarðanna í Stokkhólmi segir í viðtali við sænska sjónvarpið að tjónið varði hundruði legsteina: „Þetta er mjög mikið og afskaplega sorglegt. Þetta er hræðilegt fyrir þær fjölskyldur sem verða fyrir þessu.”

Ráðist með eldsprengjum á kirkju í Tensta

Sóknarkirkjan í Tensta í norðurhluta Stokkhólms

Fyrr í vikunni var ráðist á kirkju í Tensta og þrjár eldsprengjur s.k. mólótóvkokteilar notaðar að sögn SVT. Enginn skaðaðist af eldsprengjunum en rúður brotnuðu og skemmdir voru vegna elds. Skv. Expressen rannsakar lögreglan árásina sem morðtilræði.

Jerker Alsterlund sóknarprestur segir að „það er kraftfull táknræn aðgerð gegn kirku. Ég veit ekki af hverju einhverjir vilja gera þetta. Þetta getur verið gert í þeim tilgangi að vekja hatur eða reita upp fólk. Það er engar hótanir gegn okkur eða neitt slíkt.” Árið 2018 sprakk sprengja við safnaðarheimilið sem er kílómeter frá kirkjunni. Enginn hefur verið dæmdur fyrir verknaðinn og sóknarpresturinn segir að „þá var það líklega tilraun. Í þetta skiptið er það verra, þegar ráðist er beint á sjálfa kirkjuna.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila