Skiptar skoðanir um „bólusetningarvegabréfin” – fyrirskipuð á einum stað en bönnuð á öðrum

Útvarp Saga greindi frá því fyrir páska að fylkisstjóri New York, Andrew Cuomo, fyrirskipaði notkun bólusetningarvegabréfa s.k. „Excelsior Pass” frá og með föstudeginum langa. Á sama tíma hefur fylkisstjóri Flórída Ron DeSantis lagt bann við útgáfu slíkra vegabréfa í Flórída. Repúblikaninn Marjorie Taylor Green í Georgiu kallar bólusetningarvegabréfið „Merki Bidens fyrir djöfulinn.” Miklar umræður eru einnig í Bretlandi um málið en Tony Blair fv. forsætisráðherra Breta mælir eindregið með upptöku bólusetningarvegabréfa og Boris Johnson forsætisráðherra var því einnig fylgjandi um tíma en tónar niður þýðingu slíkra vegabréfa í dag.

Rasmussen Reports: 44% með en 41% á móti bólusetningarvegabréfum í Bandaríkjunum – 15% óákveðnir

Ríkisstjórn Joe Bidens vinnur að því í samráði við tæknirisana að þróa forrit fyrir bólusetningarvegabréf til notkunar á snjallsímum. Rasmussen Reports gerði könnun á afstöðu Bandaríkjamanna til slíks vegabréfs, þar sem í ljós kom að 41% þeirra fanns það vera slæm hugmynd en 44% fanns það vera ágætishugmynd. 57% demókrata styðja hugmyndina en einungis 33% repúblikana. 54% repúblikana finnst hugmyndin slæm en aðeins 26% demókrata segja það sama. 45% annarra flokka finnst hugmyndin slæm. Fleiri voru á móti vegabréfinu meðal litaðra en hvítra um 50% blökkumanna miðað við um 40% hvítra. Þeir, sem þegar höfðu verið bólusettir, fannst í ríkara mæli hugmyndin um bólusetningarvegabréf vera góð eða 62%.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila