Skipun SÞ til ríkisstjórna heims: „Leggið á meiri skatta – Plánetan brennur!“

Það þarf að leggja á nýjan skatt á fyrirtæki, sem græða á „jarðefnaeldsneyti“ til að bjarga heiminum. Það fullyrðir António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sem í dag eru orðin að gjallarhorni glóbalista til að hræða jarðarbúa (mynd sksk youtube).

Verður að stöðva sjálfsvígsstyrjöld jarðarbúa gegn náttúrunni

António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, krefst þess að svo kölluð rík lönd í heiminum leggi á aukaskatt/refsiskatt á hagnað „jarðefnaeldsneytisfyrirtækja“ þ.e.a.s. olíu-, gas- og kolafyrirtæki. Guterres sagði í opnunarræðu 77. þings Sameinuðu þjóðanna í New York á þriðjudag, sem bergmálaði dómsdagsáróður græningja:

„Við verðum að stöðva sjálfsvígsstyrjöld okkar gegn náttúrunni. Loftslagskreppan er hið ákveðna málefni okkar tíma. Hún hlýtur að vera aðal forgangsverkefni allra ríkisstjórna og alþjóðlegra stofnana. Minnka verður gróðurhúsalofttegundir um 40 % til ársins 2030. Þeir sem menga verða að borga! Ég skora á öll þróuð hagkerfi að skattleggja umframhagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækjanna.“

Tími kominn að draga jarðefnaeldsneytisiðnaðinn til ábyrgðar sem veður í peningum

Þennan hagnað á síðan, að sögn yfirmanns SÞ, að flytja til fátækari landa sem „þjást af tjóni vegna loftslagsbreytinga“ og til fólks, sem verða fyrir barðinu af hærra matar- og orkuverði.

„Ég skora á alla leiðtoga heims að átta sig á markmiðum Parísarsamkomulagsins. Hækkið loftslagsmetnað ykkar, hlustið á köll fólks um breytingar! Fjárfestið í lausnum, sem leiða til sjálfbærrar efnahagsþróunar. Jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn veður í hundruðum milljarða dollara styrkjum og óvæntum hagnaði á meðan fjárveitingar heimilanna dragast saman og plánetan okkar brennur. Heimurinn er háður jarðefnaeldsneyti og það er kominn tími til inngripa. Við verðum að draga jarðefnaeldsneytisfyrirtækin til ábyrgðar.“

Þarf að takast á við ruddalegt misrétti í öllum löndum og bjarga plánetunni frá því að brenna upp

Í annarri nýlegri ræðu sagði aðalritari Sameinuðu þjóðanna:

„Heimurinn þarf að fá endurbætt fjármálaskipulag, sem gagnast þróunarríkjunum. Það er eina sjálfbæra leiðin til að takast á við hið ruddalega misrétti, sem ríkir í öllum löndum, samtímis og tryggt verður, að heimurinn fari ekki í samdrátt. Við verðum að bjarga plánetunni okkar, sem bókstaflega stendur í ljósum logum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila