Brennuvargar að baki allt að helmingi skógarelda í Ástralíu – 183 handteknir

Eins og áður hefur komið fram í viðtali Útvarps Sögu við Íslending búsettan norður af Sydney, Konráð Pálmason, þá er töluverður hluti skógareldanna sem geisað hafa að undanförnu, talið verk brennuvarga. 

Þá benti Konráð einnig á, að umhverfissamtök hefðu bannað skipulögðum sjálfboðaliðum sem árlega brenndu sinu og skrælnuð lauf að gera slíkt s.l. þrjú ár þannig að uppsafnaðar birgðir af afar eldfimu efni ættu sinn þátt í að gera eldinn mikinn og óviðráðanlegan.Summit.news greinir frá því að lögreglan hafi handtekið 183 persónur fyrir að hafa meðvitað kveikt skógarelda í Queensland, New South Wales, Victoria , suður-Ástralíu og Tasmanien á undanförnum mánuðum.  

Á Íslandi og mörgum öðrum löndum er rætt um hvort „loftslagsbreytingar“ af manna völdum sé ástæðan að baki miklum skógareldum í Ástralíu. Samtímis hefur lögreglan í Ástralíu handtekið 32 fullorðna og 69 unglinga eða samtals 101 bara í Queensland. Oftast eru það drengir á aldrinum 12-14 ára og svo eldri menn á sjötugsaldri sem kveikja í. 

„Þetta eru oftast börn sem gengur illa í skólanum og hafa jafnvel hætt námi og eru atvinnulaus“ segir Janet Stanley prófessor við háskólann í Melbourne við The Australian. 

Talið er að brennuvargarnir hafi orsakað allt að helmingi allra skógareldanna. Skógareldarnir hafa verið svo ofboðslegir að skapast hafa þrumuveður sem einnig hafa átt þátt í því að breiða út eldana skv. Reuters.

Miklar umræður eru um skógareldana á félagsmiðlum og ýmsar skoðanir uppi m.a. hvort loftslags-aðgerðarsinnar eigi þátt í íkveikjunum sbr:

Athugasemdir

athugasemdir

Deila