Skólayfirvöld Toronto banna bókarkynningu með Nadia Murad: „Gæti virkað móðgandi á múslímska nemendur“

Skólayfirvöld í Toronto, Kanada, telja að Nadia Murad, sem er friðarverðlaunahafi Nóbels muni „móðga múslímska nemendur“ skólans með frásögn af tímanum sem kynlífsþræll hryðjuverkamanna Íslamska Ríkisins. Nadia Murad hefur skrifað bók um málið og er ötul í réttindabaráttu kvenna en það er greinilega einum of mikið fyrir skólayfirvöld Toronto. (Mynd: US Department of State).

Skólayfirvöld í Toronto í Kanada hafa stöðvað opinbera bókarkynningu með Nóbelfriðarverðlaunahafanum Nadia Murad. Nadiu Murad tilheyrir Yazídum í Írak og var rænt af Íslamska ríkinu 14 ára gamalli og notuð sem kynlífsþræll hryðjuverkamanna og morðingja. Hún hefur skrifað bókina: „Síðasta stúlkan: Saga mín í fangelsi og barátta gegn Íslamska Ríkinu“ og er ötull talsmaður kvenréttindabaráttu og í baráttunni gegn íslamska ríkinu. Árið 2018 fékk hún friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín gegn kynofbeldi á konum notað sem vopn í stríði og átökum.

Nadia Murad var boðið til að halda fyrirlestur í febrúar á næsta ári og taka þátt í umræðum bókaklúbbs Toronto District School Board (TDSB), sem Tanya Less stofnaði fyrir stúlkur til að bjóða inn konum sem eru rithöfundar að kynna verk sín. En Helen Fisher forstöðumaður skólans bannaði klúbbnum að bjóða Nadiu Murad, því nemendur skólans ættu ekki að vera að taka þátt í fundum með henni. Taldi skólastjórnin að Nadia Murad „kyndi undir íslamafóbíu“ með ritum sínum, sem „móðgi“ múslímska nemendur.

Fyrir marga, sem hafa fylgst með fjöldamorðum á Yazídum í Írak og dást að hugrekki og baráttu Nadia Murad, sem tókst að flýja prísundina og hjálpar konum að berjast gegn kúgun, kom fréttin um bann á fundi hennar sem áfall. Ákvörðuninin um að banna Nadiu sem fyrirlesara einkennist af íslömskum fjandskap, sem hefur náð fótfestu á mörgum stofnunum í Kanada, sérstaklega í borgarúthverfum en þar hefur mörgum kaffi- og veitingastöðum verið breytt í bænahús og kúgun kvenna gerð öllum augljós.

Ákvörðun skólans hefur skapað gríðarmikla umræðu og gagnrýni og einnig sú ákvörðun skólans fyrr í haust að brenna fimm þúsund barnabækur, sem taldar voru „móðgandi“ við upprunafólk að sögn The Print.

Deila