Skora á Katrínu Jakobsdóttur að segja af sér

Stjórnarskrárfélagið hefur sent frá sér ályktun þar sem félagið skorar á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að segja af sér og þannig að taka fulla ábyrð á þeirri afstöðu sinni að greiða atkvæði með því að nýliðnar alþingiskosningar skyldu standa, þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum, að mati Stjórnarskrárfélagsins.

Í ályktunni segir jafnframt að ákvörðun Alþingis höggvi stórt og varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart löggjafarvaldinu, enda sé óumdeilt að umfangsmikil lögbrot áttu sér stað í talningu og meðferð atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Öryggisreglurnar sem brotnar voru eiga að tryggja að almenningur geti treyst niðurstöðum lýðræðislegra kosninga.

Ályktunina í heild má lesa með því að smella hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila