Skotárásin í Hafnarfirði rannsökuð sem tilraun til manndráps

Leikskóli er steinsnar frá blokkinni þar sem skotárásin var framin

Skotárás sem framin var við Miðvang í Hafnarfirði er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Í tilkynningunni segir að karlmaður á sjötugsaldri sem er í haldi vegna málsins hafi skotið á tvær kyrrstæðar bifreiðar á bílastæði utan við fjölbýlishúsið þar sem maðurinn, önnur bifreiðin var mannlaus en hin ekki. Sá sem var inni í bifreiðinni þegar skotið var á hana slapp ómeiddur. Rannsókn málsins er á frumstigi og ákvörðun um gæsluhaldvarðhaldskröfu eða önnur úrræði gagnvart manninum liggur ekki fyrir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila