Skuldir sænskra sveitarfélaga samsvara 13.000.000.000.000 íslenskum krónum

Danski miðillinn 24nyt.dk vekur athygli á því að skuldir sænsku sveitarfélaga stóraukast vegna allra innflytjenda og eru núna komnar upp í 949 milljarða sænskra króna. Mótsvarandi upphæð í íslenskum krónum er 13 þúsund milljarðar íslenskra króna. 24nyt.dk segir orsakir skuldasöfnunarinnar vera m.a. fleiri ellilífeyrisþegar, mikill fólksinnflutningur frá Afríku og Miðausturlöndum og að Svíum hafi mistekist að aðlaga alla innflytjendur í Svíþjóð. Á síðustu árum hafa skuldirnar hækkað um 275 milljarða SEK. .

Núna neyðast um 80% sænskra sveitarfélaga að skerða velferðaþjónustu til að láta endana ná saman. Tæpur helmingur sveitarfélaganna mun t.d. draga inn þjónustu aðstoðarmanna við hreyfihamlaða.

Sænsk yfirvöld lofuðu Svíum gulli og grænum skógi tækju þeir á móti öllum flóttamönnum og því er stöðugt haldið fram „að flestir af innflytjendur eru komnir út á vinnumarkaðinn eftir 8-9 ár.“

Skýrsla Rannsóknardeildar Verslunarinnar í Svíþjóð sýnir hins vegar að einungis 37% innflytjenda fá laun yfir 20 þúsund sænskar kr á mánuði (um 260 þús. íslenskar kr) eftir 15 ára viðveru í Svíþjóð. Meirihluti innflytjenda lifa því alfarið eða að hluta til á kostnað sænskra skattgreiðenda 15 árum eftir komuna til Svíþjóðar.

Skoða má nánar á ensku hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila