Skyndiáhlaup Joe Bidens á ákvarðanir fyrri ríkisstjórnar fyrsta daginn í embætti forseta

Joe Biden hefur gefið út yfirlýsingar um að hann muni undirrita margar forsetaskipanir sem þegar eru tilbúnar og bíða undirskriftar hans frá og með fyrsta degi embættis sem 46. forseta Bandaríkjanna. Hann mun takast á við fjórar djúpar kreppur að sögn Ron Klein Starfsmannastjóra Hvíta hússins: Kórónukreppuna, efnahagskreppuna í kjölfar kórónukreppunnar, loftslagskreppuna og hina djúpt rótuðu rasismakreppu sem ríkir í Bandaríkjunum skv. skilgreiningu Demókrata. Mikilvægast er að hætta við stefnu Trumps: „Bandaríkin fyrst.“

Nokkur dæmi um mál sem Biden hefur lofað að gangast í með skyndiáhlaupi frá fyrsta degi forsetaembættisins:

  • Efst á blaði er að gangast að nýju undir skuldbindingar Parísarsáttmálans sem Bandaríkjamenn fóru úr í nóvember 2020
  • Ógilda ferðabann frá múslímskum löndum sem Trump lét setja, þegar hann varð forseti 2017
  • Taka upp að nýju afborgunarfrí á ríkisnámslánum sem þýðir að fólk þarf ekki að greiða til baka lánin
  • 100 milljónir Bandaríkjamanna eiga að fá bólusetningu á fyrstu 100 dögum Bidens sem forseta
  • Krefjast þess að fólk beri andlitsgrímu á öllum ríkisfasteignum í Bandaríkjunum
  • Stórauka takmarkanir á brottvísun og afhýsingu og skapa meiri stöðuleika hjá 25 milljónum Bandaríkjanna (gera pappírslausa innflytjendur að bandarískum ríkisborgurum, hingað til talað um 11 milljónir)
  • Gefa út margar forsetaskipanir til að „snúa farsóttinni við“
  • Opna skóla og aðra starfsemi á öruggan hátt
  • Stórauka sýnatökur fyrir covid-19, vernda verkafólk og ákveða skýrar reglur um lýðheilsu (Obamacare sem ýmsir telja að Biden reyni að gera að ríkistryggingarkerfi)
  • Fjárgreiðslur til vinnandi fólks fyrir tjón vegna farsóttarinnar (Eingreiðsla 1.400 dollarar og hækkun lágmarkslauna ríkisstarfsmanna til 15 dollara á klst.)
  • Forsetaskipanir um aðgerðir gegn loftslagskreppunni eins og t.d. ríkisstyrki til rafmagnsbílaframleiðslu, stórhertar kröfur og sektir við mengun með gróðurhúsalofttegundum og lokun á jarðefnaorku
  • Hækka skatta um 3,3 trilljónir dollara á næstu 10 árum skv. útreikningi Tax Foundation. Lækkar verga þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna með 1,62% til lengri tíma (sjá nánar um skattahækkanir Bidens hér)
  • Bæta refsingar og réttarfarskerfið
  • Auka aðgang að heilsugæslu
  • Byrja hið „erfiða en mikilvæga starf að sameina fjölskyldur sem voru aðskildar við landamærin“
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila